Bíó og sjónvarp

Fyrsta alvöru stiklan úr Han Solo myndinni loksins mætt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd
Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd

Margir bíða með mikilli eftirvæntingu eftir Solo: A Star Wars story, næstu mynd úr Stjörnustríðsheiminum sem fjallar um yngri ár Han Solo.

Disney hefur nú loksins gefið út alvöru stiklu fyrir myndina en aðdáendum var strítt í hálfleik Super Bowl-leiksins í nótt með örlítilli kitlu úr myndinni.

Um fjórir mánuðir eru í að myndin verður frumsýnd og undanfarið hefur verið vakin athygli á því að nánast ekkert kynningarefni hefur verið gefið út, ekkert veggspjald, engar myndir, þangað til nú þar sem stiklan er mætt á svæðið.

Í stiklunni má meðal annars sjá Han Solo, Chewbacca og Lando Calrissian á þeirra yngri árum en horfa má á stikluna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.