Körfubolti

Haukur Helgi stigahæstur í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur getur verið ánægður með sína frammistöðu í kvöld.
Haukur getur verið ánægður með sína frammistöðu í kvöld. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson átti virkilega góðan leik þegar lið hans Cholet tapaði gegn Dijon í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 78-62.

Þrátt fyrir að hafa leitt 35-27 í hálfleik þá hrundi leikur Cholet í síðari hálfleik. Liðið skoraði einungis ellefu stig í þriðja leikhluta og tapaði að endingu með sextán stiga mun.

Það verður ekki við Hauk Helga að sakast þegar þjálfarinn fer í það að greina leikinn, en Haukur varð stigahæsti leikmaður Cholet með sextán stig. Hann tók einnig sex fráköst.

Cholet er í áttunda sæti deildarinnar með átján stig, enn inni í úrslitakeppninni þrátt fyrir tapið í kvöld, en Dijon er í ellefta sætinu með tveimur stigum minna. Þetta var þriðja tap Cholet í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×