Íslenski boltinn

Þórir sá um Fylki í fyrsta titli Fjölnis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir var afar öflugur í kvöld.
Þórir var afar öflugur í kvöld. vísir/eyþór

Fjölnismenn unnu sinn fyrsta alvöru titil í meistaraflokki í kvöld þegar þeir unnu Fjölni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins, 3-2, en leikið var í Egilshöll.

Þórir Guðjónsson kom Fjölni yfir eftir darraðadans í teignum eftir aukaspyrnu, en Albert Brynjar Ingason jafnaði fyrir hlé.

Albert var aftur á ferðinni á sjöundu mínútu síðari hálfleik og þannig stóðu leikar allt þangað til á 60. mínútu þegar Þórir jafnaði metin.

Þórir var ekki hættur því á 80. mínútu fullkomnaði hann þrennuna og tryggði Fjölnismönnum sigur, sem var þeirra fyrsti titill eins og fjallað var um á Vísi í kvöld.

Loktaölur 3-2, en Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrir fólskulegt brot. Góð byrjun hjá Ólafi Páli Snorrasyni sem þjálfari Fjölnis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.