Viðskipti innlent

Aukið húsnæðisframboð dempað verðhækkanir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fasteignum til sölu á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði.
Fasteignum til sölu á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm
Ef marka má nýja mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs eru vísbendinar um að „verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar eru til sölu í hverjum mánuði.“

Þannig virðist sem aukinn fjöldi eigna á söluskrá hafi „dempað verðhækkanir“ í fyrra. Fasteignum sem skráðar eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30% milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs.

„Meðalsölutími hefur ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendir til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil,“ segir meðal annars um efni skýrslunnar.

Þá hefur ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað hægar undanfarna mánuði en það gerði áður. Að sama skapi hefur hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði haldið áfram að dragast saman. Í desember seldust 8% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði og hefur þetta hlutfall ekki verið jafn lágt í þrjú ár.

Skýrsluna og nánari upplýsinga má nálgast með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×