Litríkur stílisti sem gaman er að fylgjast með

06. febrúar 2018
skrifar

Stílistinn Blanca Miro er með litríkan og skemmtilegan stíl, og notar hún aðallega Instagram eða bloggið sitt til að sýna frá hennar daglegu dressum. Það er alltaf gaman að finna sér nýtt fólk til að elta á Instagram, og mælum við með þessari. 

Blanca er 26 ára gömul og er fædd í Barcelona. Stíllinn hennar er mjög litríkur og blandar hún ótrúlegustu hlutum saman. Hún er tíður gestur á tískuvikunum þar sem dressin hennar fá að njóta sín.


Even if you’re freezing... #fwstockholm

A post shared by Blanca Miró Scrimieri (@blancamiro) on