Glamour

Er þetta höfuðfat vorsins?

Ritstjórn skrifar
Glamour/Getty
Höfuðfat sem gjarna er kennt við fötu eða á ensku "bucket hat" er að koma sterkur inn í götutískuna þetta misserið. 

Hingað til hefur hatturinn verið vinsæll meðal hjólabrettakappa, á veiðimönnum eða á tónlistarhátíðum en hann sá mikla sögu. The bucket hat (auglýsum eftir góðri íslenskri þýðingu) er gjarna gerður úr þykku efni eins og gallaefni eða ull og er með litlum götum á hliðinum til að anda. Hann á að vera bæði vatnsheldur og að skýla fyrir sól og var meðal annars notaðu af hermönnum í Víetman stríðinu, þar sem bæði var heitt og rakt. 

Nú er hefur hatturinn tekið á sig ólíkar myndir. Götutískumerki sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarið eru að gera þessa týpu af höttum eins og Stüssy, Carhartt og Supreme. Er þetta mögulega höfuðfat vorsins?






×