Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Vísir//GVA
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu.

Nefndin hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25 prósent.

Í tilkynningu frá peningastefnunefnd er vísaði í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í febrúarhefti Peningamála. Þar segir að hagvöxtur áranna 2017 og 2018 verði heldur minni en spáð var í nóvember. Stafar það einkum af því að útflutningur jókst hægar í fyrra en gert var ráð fyrir en á móti vegur hraðari vöxtur innlendrar eftirspurnar bæði árin. Það skýrist aðallega af meiri fjárfestingu og minna aðhaldi í opinberum fjármálum að sögn peningastefnunefndar.

Sjá má beinu útsendinguna í spilaranum hér að neðan


Tengdar fréttir

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×