Sport

Foles bað sjálfur um að spila kerfi aldarinnar | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Foles var valinn maður leiksins í Super Bowl.
Foles var valinn maður leiksins í Super Bowl. vísir/getty

Nick Foles, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, fór hamförum í Super Bowl og nú hefur komið í ljós að stærsta kerfi leiksins var spilað að ósk leikstjórnandans.

Eagles var á fjórðu tilraun upp við mark New England Patriots. Liðið gat tekið auðveld þrjú stig en Foles bað um að spilað yrði kerfi sem kallað er „Philly Special“. Alvöru skrautkerfi sem átti að enda með því að Foles gripi boltann. Geggjuð hugmynd.

Það er skemmst frá því að segja að kerfið gekk fullkomlega upp. Foles greip boltann og varð um leið fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til þess að grípa bolta fyrir snertimarki í Super Bowl.

Þetta voru stig sem vógu ansi þungt á lokametrunum. Hér að neðan má sjá kerfið geggjaða frá tveimur sjónarhornum og með hljóði. Það er ansi magnað er Doug Pederson, þjálfari Eagles, segir ískaldur: „Let's do it“. 

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.