Sport

Aníta búin að setja tíu Íslandsmet innanhúss í 800 og 1500

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir Vísir/Anton Brink
Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í gær í 1500 metra hlaupi á sterku móti í Düsseldorf sem kallast, IAAF World Indoor Tour Düsseldorf.

Aníta bætti sitt eigið met frá 2014 um næstum því tíu sekúndur. Gamla metið var 4:19,31 mínútur en hún hljóp í gær á 4:09,54 mínútum.

Aníta hefur þar með náð lágmörkum í bæðo 800 og 1500 metra hlaupum fyrir Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Birmingham á Englandi dagana 2. til 4. mars.

Lágmarkið í 1500 metra hlaupi er 4:11,00 mín og í 800 metra hlaupi er lágmarkið 2:02,00 mínútur.

Aníta þekkir það orðið vel að slá Íslandsmetin á þessum tíma ársins. Hún var að slá Íslandsmetið innanhúss í 800 eða 1500 metra hlaupi í tíunda sinn.

Frá árinu 2012 hefur Aníta sett Íslandsmet í fyrstu mánuðum ársins á öllum árum nema 2016.

Hér fyrir neðan má sjá þessi Íslandsmet hjá Anítu en fyrir komu hennar voru þau búin að liggja óhreyfð í tugi ára.

Metið í 1500 metra hlaupinu var rétt tæplega 32 ára þegar Aníta sló það árið 2013 og metið í 800 metra hlaupinu var 34 ára og tæplega ellefu mánaða þegar hún sló það fyrst árið 2012.



Íslandsmet Anítu innanhúss í 800 og 1500 metra hlaupi:

2018

10) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 6. febrúar 2018 (4:09,54 mín.)

2017

9) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 4. febrúar 2017 (2:01,18)

2015

8) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 6. mars 2015 (2:01,56)

7) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 8. febrúar 2015 (2:01,77)

2014

6) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 26. janúar 2014 (4:19,31 mín.)

5) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 19. janúar 2014 (2:01,81)

2013

4) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 2. febrúar 2013 (2:03,27)

3) Íslandsmet í 1500 metra hlaupi 27. janúar 2013 (4:19,57 mín.)

2) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 19. janúar  2013 (2:04,79)

2012

1) Íslandsmet í 800 metra hlaupi 21. janúar 2012 (2:05,96)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×