Fótbolti

Sven-Göran: Norðmenn duttu í lukkupottinn þegar Lars sagði já við þá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Vísir/Anton
Sven-Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sækist nú eftir því að fá að þjálfa lið í norsku úrvalsdeildinni.

Sven-Göran var í viðtali hjá Dagbladet þar sem hann var að auglýsa sig. Hann hefur ekki áhyggjur af aldrinum en Sven-Göran hélt upp á sjötugsafmælið á mánudaginn.

„Ég vil gjarnan þjálfa norskt lið. Ég hef trú á norskum fóbolta og hann sæki fram á næstu árum,“ sagði Sven-Göran og hann hefur ekki áhyggjur af laununum. Hann hefur þjálfað undanfarin fjögur ár í Kína og fengið vel borgað fyrir það.

„Peningarnir skipta mig ekki svo miklu máli lengur,“ sagði Sven-Göran. Sven-Göran ætlar ekki að reyna að taka norska landsliðið af Lars Lagerbäck.

„Nei alls ekki. Norska landsliðið er með Lars Lagerbäck og það er ekki hægt að fá betri mann í starfið,“ sagði Sven-Göran sem þjálfaði enska landsliðið í fimm ár frá 2001 til 2006, landslið Mexíkó frá 2008 til 2009 og landslið Fílbeinsstrandarinnar 2010.

„Hann gerði ótrúlega hluti með sænska landsliðið og síðan ekki síðri hluti með Ísland. Það var meira segja enn betra,“ sagði Sven-Göran.

„Lars hefur einstakataka hæfileika. Ég þekki hann vel. Hann er róleg týpa sem stendur ekki á hliðarlínunni og öskrar. Hann nær sér í völd og virðingu á annan hátt,“ sagði Sven-Göran.

Norska landsliðið hefur ekki byrjað alltof vel undir stjórn Lars Lagerbäck en Sven-Göran segir að Norðmenn eigi ekki að hafa áhyggjur.

„Sýnið þolinmæði og haldið honum. Úrslitin koma ekki sjálfkrafa. Þetta er ferli. Gefið honum tíma og úrsltin mun detta inn. Norðmenn duttu í lukkupottinn þegar Lars sagði já við þá,“ sagði Sven-Göran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×