Handbolti

Bikarmeistararnir töpuðu í spennuleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vignir í landsleik með Íslandi.
Vignir í landsleik með Íslandi. vísir/getty
Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk þegar dönsku bikarmeistararnir í Holstebro töpuðu naumlega, 31-30, gegn á Skjern á útivelli í kvöld. Tandri Már Konráðsson leikur með Skjern en hann skoraði ekki í leiknum í kvöld.

Bikarmeistararnir í Skjern voru sterkari aðilinn framan af og leiddu 17-15 í hálfleik, en þegar nokkrar mínútur voru eftir leiddu gestirnir frá Holstebro, 30-28.

Frábærar lokamínútur Skjern leiddu til þess að þeir náðu að snúa leiknum sér í vil, 31-30, og unnu afar mikilvægan sigur í toppbaráttunni, en Skjern er á toppi deildarinnar.

Skjern er á toppnum með 31 stig, en Tandri Már og félagar eru með nokkuð örugga forystu. Í öðru sætinu er svo GOG með 28 stig, en Vignir og félagar eru í baráttu um bronsið.

Daníel Freyr Andrésson og félagar hans í Ricoh unna sex marka sigur, 24-18, á Helsingborg eftir að staðan hafi verið 12-12 í hálfleik. Ricoh er í ellefta sæti deildarinnar af fimmtán liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×