Innlent

Þrír í kjöri til vígslubiskups

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Annar tveggja vígslubiskupa er í Skálholti.
Annar tveggja vígslubiskupa er í Skálholti. Vísir/Pjetur

Þrír prestar sem hlutu flestar tilnefningar í rafrænni könnun meðal 136 presta og djákna sem atkvæðisrétt hafa verða í kjöri til vígslubiskups í Skálholti.

Séra Eiríkur Jóhannsson í Háteigskirkju hlaut 51 tilnefningu, séra Kristján Björnsson á Eyrarbakka, sem er formaður Prestafélags Íslands, hlaut 44 tilnefningar og séra Axel Árnason í Njarðvík fékk 42. Póstkosning hefst 9. mars og lýkur 21. mars. „Framkvæmd og fyrirkomulag kosningarinnar verður auglýst nánar síðar,“ segir á vef þjóðkirkjunnar.

Alls nýttu 93 rétt sinn til tilnefningar og nefndu þeir samtals 42 einstaklinga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.