Íslenski boltinn

Opið málþing hjá KSÍ um stöðu íslenskrar knattspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty

Knattspyrnusamband Íslands mun á morgun halda opið málþing um stöðu knattspyrnunnar á Íslandi. Málþingið er haldið í tengslum við ársþing KSÍ sem fer fram á laugardag.

Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Freyr Alexandersson munu halda hvort sitt erindið um stöðu íslenskrar knattspyrnu í samanburði við þá bestu í heimi.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, heldur svo erindi þar sem hann ber saman þjálfun á bestu leikmannanna á Íslandi og í Danmörku. Ólafur var áður þjálfari bæði Nordsjælland og Randers í Danmörku.

Gunnar Már Guðmundsson heldur svo að síðustu erindi þar sem hann veltir því upp hvernig félög á Íslandi og KSÍ geta unnið saman að því að bæta íslenskt knattspyrnufólk.

Þingið hefst með ávarpi Guðna Bergsssonar klukkan 16.00 og fer það fram í höfuðstöðvum KSÍ. Það er opið öllum en upplýsingar um dagskrá þess má finna á heimasíðu KSÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.