Menning

Snjólaug Bragadóttir hlaut Ísnálina

Höskuldur Kári Schram skrifar
Snjólaug Bragadóttir hlaut í dag Ísnálina fyrir þýðingu sína á bókinni Hrafnamyrkur eftir breska rithöfundinn Ann Cleeves.

Verðlaunin er veitt fyrir best þýddu glæpasöguna en alls voru fimm bækur tilnefndar í ár. Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka standa að verðlaununum en þetta er í fjórða sinn sem þau eru veitt.

Fjórir sátu í dómnefnd, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisáðherra.

Snjólaug hefur starfað við þýðingar á Stöð 2 frá því stöðin fór í loftið árið 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×