Menning

Snjólaug Bragadóttir hlaut Ísnálina

Höskuldur Kári Schram skrifar

Snjólaug Bragadóttir hlaut í dag Ísnálina fyrir þýðingu sína á bókinni Hrafnamyrkur eftir breska rithöfundinn Ann Cleeves.
Verðlaunin er veitt fyrir best þýddu glæpasöguna en alls voru fimm bækur tilnefndar í ár. Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka standa að verðlaununum en þetta er í fjórða sinn sem þau eru veitt.
Fjórir sátu í dómnefnd, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisáðherra.

Snjólaug hefur starfað við þýðingar á Stöð 2 frá því stöðin fór í loftið árið 1986.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.