Barcelona mistókst að skora

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Coutinho, líkt og aðrir leikmenn Barcelona, var ekki á skotskónum í dag.
Coutinho, líkt og aðrir leikmenn Barcelona, var ekki á skotskónum í dag. vísir/getty
Barcelona fór illa að ráði sínu gegn Getafe í La Liga deildinni í dag og varð að láta sér lynda markalaust jafntefli á heimavelli.

Fyrri hálfleikur var frekar atvikalaus og gengu liðin markalaus til búningsherbergja. Getafe átti besta færi hálfleiksins en skot Angel Rodrigues fór rétt framhjá.

Heimamenn bættu í sóknarleikinn í þeim síðari, án þess þó að skapa sér mörg opin færi. Luis Suarez fékk þó nokkur álitleg færi sem hann fór illa með, en hann átti ekki sinn besta leik í dag líkt og fleiri leikmenn Barcelona.

Leikmenn Getafe eiga hrós skilið fyrir hetjulega baráttu á Nývangi í dag en þeir vörðust vel frá fyrstu mínútu og gerðu stórstjörnum Barcelona lífið leitt.

Þrátt fyrir að Barcelona hafi misstigið sig í dag situr liðið sem fastast á toppi La Liga deildarinnar með sjöt stiga forskot á Atletico Madird í öðru sætinu. Enda hefur liðið ekki enn tapað leik í deildinni. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira