Innlent

Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót.
Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót. Vísir/ernir
Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðuhald á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Héraðsdómur féllst á kröfuna á grundvelli rannsóknarhagsmuna til einnar viku og situr maðurinn því áfram í varðhaldi til 16. febrúar.

Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn.

Kæran barst lögreglunni í ágúst en rannsókn á málinu hófst ekki fyrr en um fimm mánuðum síðar. Hefur það mjög verið gagnrýnt hversu langur tími leið frá því kæra barst og þar til rannsókn hófst en vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af kærunni fyrr en degi áður en hann var handtekinn.

Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar,sagði í samtali við Vísi fyrr í dagað rannsókn málsins miði vel og sé langt komin. Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×