Handbolti

Kristján búinn að gera sænska landsliðið vinsælt á nýjan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristján fagnar í leik á EM.
Kristján fagnar í leik á EM. vísir/afp
Eftir mörg mögur ár er áhuginn á sænska karlalandsliðinu í handbolta aftur orðinn mikill hjá sænsku þjóðinni. Það sýndi sig svo um munaði um helgina.

Samkvæmt tölum í Svíþjóð horfðu 1,6 milljónir Svía á úrslitaleikinn gegn Spánverjum á sunnudag. Kvennalandslið Svía er einnig mjög vinsælt en mest horfðu 1,2 milljónir á stelpurnar spila í desember.

„Handboltahetjurnar buðu þjóðinni upp á sjónvarpsveislu. Við fögnum silfrinu og þessum frábæru áhorfstölum,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem mælir áhorfið.

Til marks um hversu góðar áhorfstölur þetta eru þá horfðu 1,5 milljónir Svía á hokkílandsliðið spila við Finna á HM en íshokkí er gríðarlega vinsælt í Svíþjóð.

Kristján Andrésson var að klára sitt annað mót sem landsliðsþjálfari Svía. Í fyrra náði liðið sjötta sæti á HM í Frakklandi þar sem liðið spilaði frábæran handbolta. Liðið gerði svo enn betur á EM með því að næla í silfrið og Svíar eru aftur orðnir á meðal bestu handbolaþjóða heims.


Tengdar fréttir

Ísland var með bestu vítamarkvörsluna á EM 2018

Björgvin Páll Gústavsson hjálpaði íslenska handboltalandsliðinu upp í efsta sæti á einum flottum tölfræðilista á Evrópumótinu í handbolta sem lauk í Króatíu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×