Menning

Dansverk Margrétar Söru eitt af sjö bestu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Margrét Sara fær mikið lof fyrir dansverkin sín.
Margrét Sara fær mikið lof fyrir dansverkin sín. Mynd/Jon Mortimer
Verkið Spotted eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur danshöfund var valið eitt þeirra sjö bestu sem sýnd voru í Bretlandi á síðasta ári, af tímaritinu Exeunt’s.

Spotted var sýnt í skoska leikhúsinu Tramway og fékk afar lofsamlega dóma.

Gagnrýnandinn Andrew Edwards sagði meðal annars: „Ég hef aldrei verið eins snortinn af dansverki á ævinni,“ og „ég mun aldrei geta gleymt því sem ég sá og upplifði í gegnum þetta verk.“

Margrét Sara frumsýndi nýtt dansverk, Conspiracy Ceremony-Hypersonic States, í Berlín síðasta haust, það var opnunarverk Reykjavík Dance Festival & Lókal í nóvember. Nú er hún farin með það í sýningarferðalag víðar um Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×