Menning

Dansverk Margrétar Söru eitt af sjö bestu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Margrét Sara fær mikið lof fyrir dansverkin sín.
Margrét Sara fær mikið lof fyrir dansverkin sín. Mynd/Jon Mortimer

Verkið Spotted eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur danshöfund var valið eitt þeirra sjö bestu sem sýnd voru í Bretlandi á síðasta ári, af tímaritinu Exeunt’s.

Spotted var sýnt í skoska leikhúsinu Tramway og fékk afar lofsamlega dóma.

Gagnrýnandinn Andrew Edwards sagði meðal annars: „Ég hef aldrei verið eins snortinn af dansverki á ævinni,“ og „ég mun aldrei geta gleymt því sem ég sá og upplifði í gegnum þetta verk.“

Margrét Sara frumsýndi nýtt dansverk, Conspiracy Ceremony-Hypersonic States, í Berlín síðasta haust, það var opnunarverk Reykjavík Dance Festival & Lókal í nóvember. Nú er hún farin með það í sýningarferðalag víðar um Evrópu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.