Handbolti

Fimm mörk Ólafs í jafntefli Kristianstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Guðmundsson í leiknum á mói Svíum á EM í Króatíu
Ólafur Guðmundsson í leiknum á mói Svíum á EM í Króatíu Vísir/EPA
Ólafi Guðmundssyni mistókst að tryggja liði sínu Kristianstad sigur gegn Ystads í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ólafur kom Kristianstad yfir, 28-29, þegar 25 sekúndur voru eftir af leiknum. Hampus Andersson náði að jafna fyrir heimamenn í Ystads. Kristianstad hafði 13 sekúdnur til þess að vinna leikinn. Ólafur átti tvö skot á síðustu fimm sekúndunum, það fyrra var varið af Helge Freiman og það seinna hitti ekki á markrammann.

Jafntefli því niðurstaðan í hörkuleik. Ólafur gerði fimm mörk í leiknum. Þeir Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson komust ekki á blað.

Kristianstad er þó enn með góða forystu á toppi deildarinnar. Liðið er með 41 stig eftir 22 leiki, níu stiga forystu á Malmö sem hefur þó leikið einum leik færra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×