Sport

Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Darren Till ætlar sér stóra hluti.
Darren Till ætlar sér stóra hluti. vísir/getty
Í síðustu viku tilkynnti þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, að Gunnar myndi berjast við Bretann Darren Till á bardagakvöldi UFC í London í mars. Nú síðustu daga hefur það hins vegar komið fram að ekkert verði af bardaganum, Till samþykkti hann ekki vegna veikinda.

Faðir og umboðsmaður Gunnars, Haraldur Nelson, var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann dró í efa að Till væri í raun og veru veikur.

Sjá einnig:Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“



Í kvöld skrifaði Kavanagh færslu á Twitter þar sem hann sagðist trúa orðum Till og tilkynnti jafnframt um það að Till hafi samþykkt að berjast við Gunnar seinna á árinu.

Gunnar vill hins vegar berjast við einhvern í London þann 17. mars næst komandi og er teymi hans á fullu í því að finna andstæðing fyrir Gunnar.



 

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar samþykkti bardaga við Till

Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×