Balenciaga kemur með barnalínu

31. janúar 2018
skrifar

Balenciaga hefur komið með litla barnafatalínu sem inniheldur hettupeysur, joggingbuxur og stuttermaboli. Lógó-ið á hettupeysunni og joggingbuxum er innblásið af herferðarlógói Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðanda, og eru til mjög svipaðar flíkur á fullorðna. 

Flíkurnar eru ansi dýrar þegar kemur að barnafötum, en hettupeysan kostar rúmlega 30 þúsund krónur. Kannski ekki það skynsamlegasta í stöðunni þar sem barnið vex fljótt upp úr þessu, en það verður að viðurkenna að þetta er mjög krúttlegt.

Barnalínan fæst meðal annars á vefsíðunum Ssense.com og Mytheresa.com. Starfsfólk Ssense tóku börnin sín og mynduðu þau í fatnaðinum, og er afraksturinn með því sætari sem við höfum séð.