Íslenski boltinn

Böðvar: Erfitt að yfirgefa FH en rétt ákvörðun fyrir ferilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Böðvar Böðvarsson samdi við pólska félagið Jagiellonia Bialystok og var seldur til liðsins frá FH eins og greint hefur verið frá í dag.

Hann hefur áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku, árið 2016 þegar hann var lánaður til Midtjylland, en kom svo aftur heim og hefur verið framúrskarandi með Hafnarfjarðarliðinu.

„Frá því þetta kom upp og ég skoðaði liðið, þá var þetta í rauninni engin spurning,“ sagði Böðvar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Böðvar á eftir að gangast undir læknisskoðun hjá liðinu, hann gerir það á mánudaginn og mun að henni lokinni skrifa undir samning við félagið.

„Það er erfitt að yfirgefa FH. En mér fannst á þessum tímapunkti á ferlinum að ég þyrfti að komast í betri deild og þroskast sem leikmaður. Þetta er erfitt, en rétt ákvörðun,“ sagði Böðvar Böðvarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×