Handbolti

Japan og Barein saman í milliriðli - Dagur og Guðmundur mætast aftur

Dagur Lárusson skrifar
Dagur mun enn og aftur mæta Guðmundi
Dagur mun enn og aftur mæta Guðmundi vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Barein fóru með sigur af hólmi gegn Óman 30-23 á meðan Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Japan töpuðu fyrir Íran 37-32 í Asíumótinu nú í morgun.

Þessi úrslit þýða þó að bæði Barein og Japan komast áfram í milliriðla og munu þau vera saman í milliriðli og því munu Guðmundur og Dagur enn og aftur mætast .

Þetta verður í sjötta skiptið sem Dagur og Guðmundur mætast sem landsliðsþjálfarar. Þeir mættust nú á dögunum í vináttulandsleik en þeir mættust einnig á meðan Dagur stýrði landsliði Austurríkis og Guðmundur íslenska landsliðinu og þegar Dagur stýrði landsliði Þýskalands og Guðmundur stýrði landsliði Danmerkur.

Japan og Barein verða með Sameinuðu arabísku furstadæmunum í millriðli og einnig liðinu sem lendir í fyrsta sæti í D-riðli en það verður annaðhvort Sádi-Arabía eða Katar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×