Enski boltinn

"Þetta er eins og Harry Potter“

Dagur Lárusson skrifar
Sean Dyche
Sean Dyche vísir/getty
Sean Dyche, stjóri Burnley, líkir félagsskiptum og launamálum Alexis Sanchez við Harry Potter og launamál Daniel Radcliffe í gegnum myndirnar.

Dyche segir að upphæðirnar séu orðnar stjarnfræðilegar og munu halda áfram að hækka í heimi knattspyrnunnar.

„Þessar upphæðir hvað varðar verð á leikmönnum og laun þeirra eru orðnar stjarnfræðilegar og ég held að það muni ekki hætta, eins og leikarinn sem lék Harry Potter.“

„Hann lék í fyrstu myndinni og fékk ákveðna upphæð. Heldur þú að hann hafi fengið sömu upphæð fyrir mynd númer tvö? Ekki fræðilegur möguleiki.“

„Síðan kom þriðja myndin og hann fær aðeins meira, og síðan fjórða myndin og hann fær meira og allt í einu er hann orðinn tvítugur og fær miklu meiri pening fyrir síðustu Harry Potter myndina heldur en fyrir þá fyrstu.“

„Það er enginn sem stoppar og segir að hann eigi að fá það sama fyrir allar myndirnar, það væri fáránlegt. Afhverju ætti það að vera öðruvísi fyrir íþróttamenn?“

Sean Dyche og félagar fá Manchester United í heimsókn í dag klukkan 15:00


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×