Fótbolti

Alfreð tekinn útaf í hálfleik í tapi

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð í baráttunni.
Alfreð í baráttunni. vísir/getty
Augsburg er í 9.sæti þýsku deildarinnar eftir 2-0 tap gegn Borussia Moenchengladbach í dag en Alfreð Finnbogason var tekinn útaf í hálfleik.

Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu strax á 10. mínútu en þar var á ferðinni Matthias Ginter.

Manuel Baum, stjóri Augsburg, var ekki sáttur með gang mála í fyrri hálfleiknum og skipti Alfreð og Daniel Opare útaf í hálfleiknum.

Þær breytingar breyttu þó ekki leiknum heldur skoruðu heimamenn annað mark á 90. mínútu en það mark skoraði Thorgan Hazard og voru lokatölur 2-0.

Ekki er vitað fyrir víst hvort að Alfreð hafi verið að glíma við meiðsli.


Tengdar fréttir

Dortmund vill fá Alfreð

Þýska stórliðið Dortmund hefur áhuga á að festa kaup á íslenska landsliðsframherjanum Alfreði Finnbogasyni. Það er vefsíðan Calcio insider sem greinir frá því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×