Enski boltinn

Upphitun: Kemst Southampton úr fallsæti? | Myndband

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aðeins einn leikur er á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag og verða það Southampton og Tottenham sem eigast við á St.Mary´s leikvangnum.

Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar en hvorki hefur gengið né rekið hjá Dýrlingunum það sem af er tímabili og sitja þeir nú í 18.sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Tottenham hinsvegar getur komið sér upp í 4.sæti með sigri í dag en liðið er taplaust í síðustu fimm deildarleikjum sínum á meðan Southampton er enn í leit að sínum fyrsta sigri á þessu ári. Raunar hefur liðið nú farið í gegnum 10 deildarleiki í röð án sigurs en síðasti sigurleikurinn kom gegn Everton í lok nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×