Innlent

Banaslys á Arnarnesvegi

Kristín Ólafsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa
Vegfarendur tilkynntu um slysið um klukkan hálf 3 í nótt.
Vegfarendur tilkynntu um slysið um klukkan hálf 3 í nótt. Vísir
Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi í nótt. Þetta staðfestir fulltrúi lögreglunnar í Hafnarfirði.

Ökumaðurinn, sem samkvæmt frétt Mbl var rúmlega tvítugur, var einn í bílnum þegar slysið varð. Vegfarendur tilkynntu um slysið um klukkan hálf 3 í nótt en bifreiðinni var ekið eftir Arnarnesvegi á vegrið á brúnni yfir Reykjanesbraut.

Ekki fást frekari upplýsingar um tildrög slyssins að svo stöddu. Þrjú banaslys hafa nú orðið í umferðinni það sem af er ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×