Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á miklu meira kókaín í fyrra miðað við síðustu ár. Sérfræðingur hjá lögreglunni telur efnahagsástandið skýra þróunina. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum verður líka fjallað áfram um mál hælisleitenda frá Gana en lögfræðingur hjá Rauða krossinum telur ekki forsvaranlegt að fjölskylda sem býr hér hafi þurft að bíða í tvö ár eftir niðurstöðu í máli sínu.

Þá fjöllum við um hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðurhluta Sýrlands en tyrkneski landherinn fór yfir landamærin fyrr í dag að sögn stjórnvalda í Ankara.

Við ræðum við mann með asperger heilkenni sem segir fólk á einhverfurófi komist síður út á vinnumarkaðinn því það sé ranglega talið gagnslaust.

Við fjöllum líka um nýja erfðafræðirannsókn sem sýnir að forfeður víkinganna sem byggðu Ísland voru blanda af ólíkum þjóðflokkum sem áttu rætur á Spáni, í Portúgal og á svæðunum í kringum Svartahaf. Eru þeir taldir hafa komið til Skandinavíu fljótlega eftir síðustu ísöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×