Erlent

Lýsa yfir vantrausti á leiðtoga UKIP eftir rasistaummæli kærustunnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Henry Bolton
Henry Bolton Vísir/Getty
Stjórn Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) hefur lýst yfir vantrausti á formann flokksins, Henry Bolton. Kallað hafði verið eftir því að Bolton léti af embætti eftir að fyrrverandi kærasta hans lét fordómafull ummæli falla um Meghan Markle, unnustu Harry Bretaprins.

Bolton hætti með kærustu sinni, Jo Marney, í síðustu viku eftir að hún hafði sent textaskilaboð þar sem hún lýsti þeirri skoðun að svart fólk væri ljótt og að Meghan Markle myndi „menga“ bresku konungsfjölskylduna. Móðir Markle er svört og faðir hvítur.

Í frétt BBC segir að Bolton hyggist halda áfram sem leiðtogi vegna þess að formannsslagur myndi ganga frá flokknum.

Meðlimir UKIP munu nú kjósa um hvort Bolton verði áfram leiðtogi flokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×