Innlent

Einn kastaðist út úr bifreiðinni á Lyngdalsheiði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Farþeginn var fluttur á slysadeild Landspítalans en er ekki talinn vera í lífshættu.
Farþeginn var fluttur á slysadeild Landspítalans en er ekki talinn vera í lífshættu. Vísir/Anton
Einn farþegi kastaðist út úr bifreiðinni þegar smárúta fór útaf veginum um Lyngdalsheiði og valt utan vegar. Farþegainn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild landspítalans í Fossvogi, en ekki var um lífshættulega áverka að ræða. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar segir að nokkuð hafi verið um umferðaróhöpp í umdæminu í dag. Flest hafa verið minniháttar þar sem eingöngu er um eignatjón að ræða en ekki slys á fólki. Flest slysanna má rekja til þess að akstur ökutækja er ekki miðaður við aðstæður sem og reynsluleysi ökumanna. að sögn lögreglu.

Í ljósi þessarra slysa og fyrri slysa hvetur lögregla ökumenn til þess að haga ökuhraða og akstri eftir aðstæðum sem og að gæta að notkun bílbelta hvort sem er í fólks- eða hópbifreiðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×