Innlent

Slasaðist alvarlega á Reykjanesbraut

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Pjetur
Ökumaður bíls slasaðist alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut.

Slysið átti sér stað á móts við Straumsvík klukkan 23:30 í gærkvöldi. Bíll ökumannsins hafnaði á ljósastaur og kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðsins til að beita klippum við að ná hinum slasaða úr bílnum.

Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort fleiri voru í bílnum, en ef svo hefur verið hafa þeir sloppið ómeiddir.

Af öðrum umferðaróhöppum er það að frétta að maður sem slasaðist í bílveltu á Lyngdalsheiði undir kvöld í gær mun ekki vera í lífshættu. Hann var farþegi í jeppa, ásamt fjórum öðrum, þegar ökumaður missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann valt úr af veginum.

Hinn slasaði kasaðist út úr bílnum í veltunni og mun því ekki hafa notað bílbelti. Björgunarsveit var kölluð út vegna slyssins og þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti á slysadeild Landsspítalans. Hinir fjórir voru fluttir þangað til aðhlynningar og skoðunar en reyndust ekki meiddir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×