Erlent

Puigdemont kominn til Danmerkur

Atli Ísleifsson skrifar
Forsetinn fyrrverandi tók morgunflug Ryanair frá Charleroi í Belgíu til Kastrup-flugvallar.
Forsetinn fyrrverandi tók morgunflug Ryanair frá Charleroi í Belgíu til Kastrup-flugvallar. Vísir/AFP
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsþings Katalóníu, kom til Danmerkur í morgun. Hann hyggst taka þátt í málstofu við Kaupmannahafnarháskóla í dag og funda með dönskum þingmönnum í fyrramálið. DR segir frá.

Heimsókn Puigdemont til Danmerkur er umdeild, en fulltrúar Spánarstjórnar hafa látið hafa það eftir sér að endurnýja ætti alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum, sem áður hafði verið dregin til baka.

Hann hefur hafist við í Brussel síðustu vikurnar eftir að spænsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur honum í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska þingsins.

Tók flug Ryanair

Forsetinn fyrrverandi tók morgunflug Ryanair frá Charleroi í Belgíu til Kastrup-flugvallar.

Spánarstjórn leysti upp katalónska héraðsþingið síðla árs í fyrra eftir að það samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði.

Var í kjölfarið boðað til nýrra kosninga til héraðsþingsins þar sem aðskilnaðarsinnar náðu naumum meirihluta. Aðskilnaðarsinnar vilja að Puigdemont verði áfram forseti héraðsþingsins og hefur hann sagst reiðubúinn að stýra héraðinu frá Brussel. Þessu hefur Spánarstjórn hafnað.


Tengdar fréttir

Puigdemont vill stýra Katalóníu frá Brussel

Fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar vill setjast aftur á forsetastól. Segist vel geta stýrt frá Brussel en hann er á flótta eftir að hafa verið ákærður fyrir uppreisn.

Fráleitt að flóttamaður verði forseti Katalóníu

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, má ekki verða forseti héraðsins aftur nú, eftir að aðskilnaðarsinnar héldu meirihluta sínum í héraðsþingkosningum í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×