Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur sérleyfisins brostnar. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka yfir stöðu mála í Helguvík, en kísilverksmiðja United Silicon er gjaldþrota og um sextíu starfsmenn hennar missa vinnuna.

Loks lítum við inn í troðfullar geymslur hjá Strætó, en aðeins um átján prósent óskilamuna hjá fyrirtækinu eru sóttir og yfir fjögur þúsund munir bíða nú eigenda sinna.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×