Innlent

Bíll með tengivagn fauk á hliðina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarsveitarmenn voru sendir á Mosfellsheiði í nótt.
Björgunarsveitarmenn voru sendir á Mosfellsheiði í nótt. Vísir/eyþór
Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. Ef marka má dagbókarfærslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust flestar tilkynningar þess efnis á öðrum tímanum.

Annars vegar var um að ræða vöruflutningabifreið með tengivagn í eftirdragi sem fauk út af Vesturlandsvegi við Kjalarnes. Bíllinn er sagður hafa lent á hliðinni en ökumanninn sakaði þó ekki. Hins vegar festust nokkrar bifreiðar á Mosfellsheiði og björgunarsveitir því kallaðar á vettvang til að aðstoða ökumenn.

Í öðrum lögreglufréttum eftir nóttina er það að frétta að einn einstaklingur var handtekinn eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni. Hann gistir nú fangageymslur en ekki fylgir sögunni hvort einhver hafi slasast í áflogunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×