Erlent

Mikill gasleki við Charing Cross í London

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður lestafélagsins Southeastern segist reikna með að Charing Cross stöðin verði lokuð "drjúga stund“.
Talsmaður lestafélagsins Southeastern segist reikna með að Charing Cross stöðin verði lokuð "drjúga stund“. Vísir/Getty
Lögregla í London hefur lokað og girt af svæði í kringum neðanjarðarlestarstöðina Charing Cross eftir að þar varð mikill gasleki í morgun. Koma þurfti á annað þúsund manna af svæðinu segir talsmaður lögreglunnar. BBC greinir frá.

Upptök lekans eru við litla götu við Charing Cross, Craven Street. Svæðið sem um ræðir er í skemmtistaðahverfinu West End í hjarta borgarinnar og hefur sömuleiðis þurft að rýma nálæg hótel og skemmtistaði.

Öll umferð lesta á svæðinu hefur við stöðvuð, og þá hefur breiðstrætið Strand verið lokað. „Forðist svæðið og notist við aðra ferðamáta,“ segir í tilkynningu frá Lundúnalögreglunni á Twitter.

Talsmaður lestafélagsins Southeastern segist reikna með að Charing Cross stöðin verði lokuð „drjúga stund“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×