Fótbolti

Strákarnir töpuðu á móti Ísrael

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sautján ára lið Íslands.
Sautján ára lið Íslands. Mynd/KSÍ
Íslenska sautján ára landsliðið í fótbolta náði ekki að fylgja eftir sigri á Slóvökum þegar liðið mætti Ísrael á móti í Hvíta-Rússlandi.

Ísraelska liðið vann 3-0 sigur á því íslenska í dag eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik. Ísrael er með sterkt lið en liðið vann 2-0 sigur á Rússlandi í fyrsta leik sínum.

Næsti leikur Íslands er gegn Rússum á morgun, miðvikudag.

Þorlákur Árnason er þjálfari íslenska liðsins. Mótið fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 21.-28. janúar og taka tólf lið þátt í því. Þegar riðlakeppninni er lokið hefjast innbyrðis viðureignir milli riðla og mun Ísland því í heildina leika fimm leiki. 



Byrjunarlið Íslands á móti Ísrael:

Ómar Castaldo Einarsson  (KR)

Finnur Tómas Pálmason (KR - fyrirliði)

Brynjar Snær Pálsson  (ÍA)

Egill Darri Makan Þorvaldsson (Breiðablik)

Sölvi Snær Fodilsson  (Stjarnan)

Guðmundur Axel Hilmarsson  (Selfoss)

Davíð Snær Jóhannsson  (Keflavík)

Baldur Logi Guðlaugsson (FH)

Andri Fannar Baldursson  (Breiðablik)

Viktor Andri Hafþórsson  (Fjölnir)

Mikael Egill Ellertsson (Fram)



Það er hægt að horfa á leik strákanna við Ísrael á Youtube rás Knattspyrnusambands Hvíta Rússland hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×