Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa nú orðinn liðsfélagi Jóhanns Berg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Lennon.
Aaron Lennon. Vísir/EPA
Aaron Lennon er orðinn leikmaður Burnley en hann gekk frá tveggja og hálfs árs samningi við lið Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag.

Lennon yfirgefur þar með Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú ár. Það er ekki gefið upp hvað hinn þrítugi Aaron Lennon mun kosta Burnley en hann fær treyjunúmer 25 hjá félaginu.

Lennon hefur verið í enska landsliðinu og kom fyrst til Everton á láni frá Tottenham Hotspur tímabilið 2014-15 áður en hann gekk frá endanlegum félagsskiptum. Hann kemur upphaflega úr herbúðum Leeds.

„Burnley var félagið sem ég vildi koma til og ég get ekki beðið eftir því að fá að byrja. Ég hlakka til að spila hér,“ sagði Aaron Lennon við heimasíðu Burnley.





 „Ég tel mig enn hafa nóg að bjóða. Ég er bara þrítugur og vill enn spila á hæsta stigi. Ég hef verið frá fótboltanum síðastliðið ár og vil því komast aftur inn á völlinn og spila eins mikið og mögulegt er,“ sagði Lennon.

„Ég hef aldrei spilað auðveldan leik á móti Burnley en þeir hafa staðið sig frábærlega á þessu tímabili og eigi skilið að vera þar sem þeir eru,“ sagði Lennon.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×