Enski boltinn

Dyche framlengdi við Burnley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sean Dyche
Sean Dyche vísir/getty
Burnley verðlaunaði knattspyrnustjóra sinn Sean Dyche fyrir vel unnin störf í dag þegar honum var boðin framlenging á samningi sínum.

Dyche skrifaði undir samning til fjögurra og hálfs árs, eða út júní 2022. 

Hinn 46 ára Dyche kom til Burnley árið 2012 en þá átti hann aðeins eitt þjálfarastarf að baki, eitt tímabil hjá Watford.

Dyche stýrði Burnley upp í úrvalsdeild vorið 2014 en liðið féll aftur niður í fyrstu deildina strax ári seinna. Burnley sýndi Dyche tryggð og hann kom liðinu beint aftur upp í úrvalsdeild og héldu sér þar á síðasta tímabili.

Liðið hefur átt frábæru gengi að fagna í vetur, er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 sigra, 7 jafntefli og 8 töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×