Enski boltinn

Neville orðinn landsliðsþjálfari Englands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neville á hliðarlínunni með Valencia.
Neville á hliðarlínunni með Valencia. vísir/getty
Phil Neville hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Enska knattspyrnusambandið greindi frá ráðningunni í dag.

Neville skrifaði undir samning til ársins 2021, eða fram yfir Evrópumótið sem fer fram það ár.

„Það er mikill heiður að fá tækifæri til þess að leiða England. Með nýju þjálfarateymi getum við hjálpað til við að byggja á frábærum árangri síðustu ára,“ sagði Neville.

Neville á að baki 505 leiki sem leikmaður með Manchester United og Everton og 59 A-landsleiki fyrir England. Þetta er fyrsta verkefni hans sem aðalþjálfari, en hann var aðstoðarþjálfari hjá Valencia og bráðabirgðastjóri Salford City á árunum 2015-16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×