Sport

Brons á EM í brasilísku jiu-jitsu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ómar Yamak æfir og þjálfar í Mjölni
Ómar Yamak æfir og þjálfar í Mjölni mynd/mjölnir
Ómar Yamak, bardagakappi úr Mjölni, nældi sér í bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem fram fór um helgina.

Ómar keppir í -70kg flokki brúnbeltinga og vann þrjár glímur á leið sinni í undanúrslitin. Þar tapaði hann naumlega fyrir Richar Emiliano Nogueira, en úrslitin réðust á stigum.

Hann fór því heim með brons af mótinu, sem fram fór í Lisbon í Portúgal.

Kristján Helgi Hafliðason og Inga Birna Ársælsdóttir kepptu einnig á mótinu. Kristján komst í 8-manna úrslit en Inga datt út eftir 1. umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×