Handbolti

Slóvenar unnu óvæntan sigur á Spánverjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Slóvenar settu grjót í götu Spánverja í dag
Slóvenar settu grjót í götu Spánverja í dag vísir/epa
Slóvenar galopnuðu milliriðil tvö á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu með 31-26 sigri á Spánverjum.

Slóvenar áttu engan möguleika á undanúrslitasæti fyrir leikinn en Spánverjar hefðu getað farið langt með að tryggja sæti sitt með sigri. Nú þurfa þeir hins vegar að leika úrslitaleik um undanúrslitasæti við Þjóðverja á morgun.

Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik, en staðan í leikhléi var 13-12 fyrir Slóvena. Þeir komu hins vegar miklu sterkari úr búningsherbergjum og áttu frábæran seinni hálfleik þar sem þeir leiddu með sjö mörkum þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.

Þrátt fyrir að Spánverjar kæmu til baka og næðu að minnka muninn stóðu Slóvenar áhlaupið af sér og fóru með 31-26 sigur.

Danir eru efstir í milliriðli tvö með sex stig. Þjóðverjar og Spánverjar eru með fjögur stig hvor og mætast eins og áður segir á morgun í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×