Viðskipti innlent

Nýir eigendur Fákasels

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í febrúar á síðasta ári.
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í febrúar á síðasta ári. Vísir/Vilhelm
Félagið Á Ingólfshvoli ehf. hefur keypt jörðina Ingólfshvol í Ölfusi og allar eignir Fákasels sem rak samnefndan hestagarð. Stendur vilji nýrra eigenda til þess að byggja upp blómlega starfsemi á sviði hesta- og ferðamennsku en meðal annars er gert ráð fyrir uppbyggingu gistirýma á jörðinni. Andrés Pétur Rúnarsson mun veita verkefninu forstöðu.

Hestagarðinum var lokað í febrúar 2017 eftir mikinn taprekstur. Félagið var áður í eigu sjóðsins ITF 1, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.

Nýir eigendur Fákasels eru félögin Fylkir og Sjónver. Bryndís Anna Brynjarsdóttir á Fylki og athafnamaðurinn Þóroddur Stefánsson á 96 prósenta hlut í Sjónveri. Eiríkur Óli Árnason, fyrrverandi forstöðumaður hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, er stjórnarformaður Á Ingólfshvoli.

Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.


Tengdar fréttir

Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur

Hestasýningum Fákasels Í Ölfusi var hætt í síðustu viku. Icelandair Group, Landsbankinn og sjö lífeyrissjóðir áttu um 90 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu.

Hestaleikhús á Suðurlandi

Hestaleikhús verður opnað á Ingólfshvoli í Ölfusi í næsta mánuði. Þar verður einnig glæsilegur veitingastaður sem rúmar um 150 manns. Framkvæmdir hafa staðið yfir í um hálft ár og hleypur kostnaðurinn á nokkur hundruð milljónum króna.

Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun

Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga.

Kron Kron-verslun og hestaleikhús

Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með nýja verslun á Suðarlandi í Fákaseli en þar er einnig hestaleikhús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×