Handbolti

Meiðslavandræðin ætla engan endi að taka hjá Aftureldingu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Árni Bragi Eyjólfsson er einn besti leikmaður Olís-deildarinnar.
Árni Bragi Eyjólfsson er einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. vísir/eyþór
Meiðslavandræði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta virðast enga endi ætla að taka. Nú er Árni Bragi Eyjólfsson, markahæsti leikmaður liðsins og annar af tveimur yfirburðarmönnum þess samkvæmt HB Statz, kominn á sjúkralistann.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Árni Bragi sneri sig á ökkla í síðasta leik Mosfellinga á fjögurra liða æfingamóti í Finnlandi á dögunum. Vonast var til að þetta væri minniháttar en í ljós kom að hann verður frá keppni næstu vikurnar.

Árni Bragi er markahæstur í liði Aftureldingar í Olís-deildinni með 89 mörk í 14 leikjum eða 6,4 mörk að meðaltali í leik. Hann er helsta hraðaupphlaupsógn Mosfellinga og er með næsthæstu einkunn leikmanna liðsins á HB Statz eða 7,25.

Elvar Ásgeirsson, sem er tölfræðilega besti leikmaður liðsins með 7,28 í einkunn, meiddist illa þegar að hann rann í hálku um jólin og er tímabilinu lokið hjá honum. Fyrir á sjúkralistanum eru Birkir Benediktsson og Pétur Júníusson.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, mætir því með ansi laskað lið til leiks þegar að Olís-deildin fer aftur af stað í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×