Fótbolti

Svona var riðla­dráttur Þjóða­deildarinnar: Ís­land í riðli með Belgíu og Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Belgía og Sviss komu upp úr pottinum.
Belgía og Sviss komu upp úr pottinum. vísir/afp
Ísland fær ekki að mæta þjóðum eins og Þýskalandi, Englandi eða Ítalíu í Þjóðardeildinni en dregið var í riðla í dag.

Íslenska landsliðið er í öðrum riðli A-deildarinnar og í þeim riðli eru líka Belgía og Sviss. Leikir strákanna okkar við Belga og Svisslendinga fara fram í september, október og nóvember.

Þjóðverjar lentu í riðli með Frakklandi og Hollandi en Englendingar lentu í riðli með Spáni og Króatíu. Ítalarnir eru síðan í riðli með Portúgal og Póllandi.

Danir eru í riðli með Írlandi og Wales en Svíar lentu í riðli með Rússum og Tyrkjum.

Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska landsliðinu mæta Slóveníu, Búlgaríu og Kýpur en frændur okkar Færeyingar eru í riðli með Aserbaísjan, Möltu og Kósóvó.

Fylgst var með drættinum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem einnig var sýnd hér á Vísi. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.

Textalýsingu blaðamanns Vísis frá drættinum í dag má lesa hér að neðan.

Bein textalýsing



Fleiri fréttir

Sjá meira
×