Fótbolti

Roberto Martínez: Ísland í hjarta allra fótboltaunnenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Martínez, þjálfari belgíska landsliðsins.
Roberto Martínez, þjálfari belgíska landsliðsins. Vísir/Getty
Roberto Martínez, þjálfari belgíska landsliðsins, var ánægður með dráttinn í Þjóðadeildinni í dag en Belgía lenti þar í riðli með Íslandi og Sviss.

„Fyrirkomulagið á Þjóðadeildinni er mjög fínt. Það var alveg nauðsynlegt að fá svona keppni inn í alþjóðlegan fótbolta,“ sagði Roberto Martínez.

„Það er mikilvægt fyrir Belgíu að læra að vinna,“ sagði Martínez en Belgar eru á leiðinni á HM í Rússlandi þar sem þeir verða í riðli með Englandi, Panama og Túnis.

„Svisslendingar eru með hæfileikaríka leikmenn eins og Granit Xhaka og Xherdan Shaqiri. Ísland er í hjarta allra fótboltaunnenda eftir það sem liðið afrekaði á EM í Frakklandi 2016,“ sagði Martínez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×