Fótbolti

Ísland spilar heimaleikina sína 11. september og 15. október | Fyrsti leikur úti í Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í síðasta útileik sínum á móti Sviss.
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í síðasta útileik sínum á móti Sviss. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú gengið frá leikdögum sínum í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í keppninni verður út í Sviss 8. september en þremur dögum síðar spila íslensku strákarnir fyrsta heimaleikinn sinn á móti Belgíu.

Íslenska liðið spilar síðan heimaleik á móti Sviss 15. október og lokaleikur liðsins í riðlinum er síðan 15. nóvember út í Belgíu.

Það verður því mánuður á milli síðustu tveggja leikja liðsins í riðlinum.

Leikir Íslands í Þjóðadeildinni verða sem hér segir:

8. sept. Sviss-Ísland

11. sept. Ísland-Belgía

15. okt. Ísland-Sviss

15. nóv. Belgía-Ísland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×