Viðskipti erlent

Ingibjörg Þórðardóttir ráðin ritstjóri stafrænna teyma CNN

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ingibjörg Þórðardóttir.
Ingibjörg Þórðardóttir. cnn
Ingibjörg Þórðardóttir hefur verið ráðin ritstjóri stafrænna teyma CNN á heimsvísu en frá þessu er greint á vef CNN. Ingibjörg hefur starfað hjá CNN síðan árið 2015.

Samkvæmt vef CNN mun Ingibjörg stýra teymum fréttamanna og framleiðenda í London, Hong Kong, Abu Dhabi, Lagos og New York.

Sjá einnig:Kölluð íslenska hörkutólið á BBC.

Áður en Ingibjörg tók til starfa hjá CNN hafði hún starfað hjá Breska ríkisútvarpinu, BBC, í 15 ár, síðast sem ritstjóri fréttaforsíðu.


Tengdar fréttir

Kölluð íslenska hörkutólið á BBC

Ingibjörg Þórðardóttir er einn af ritstjórum fréttavefsíðu BBC og er þar með ábyrg fyrir fréttaöflun og rekstri einnar virtustu fréttasíðu veraldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×