Sport

Danska tennisstjarnan komin í úrslit á opna árstralska risamótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki fagnar sigri.
Caroline Wozniacki fagnar sigri. Vísir/Getty
Caroline Wozniacki tryggði sér í morgun sæti í úrslitaleik opna árstralska risamótsins í tennis.

Þetta verður í þriðja sinn sem hún spilar til úrslita risamóti en hún hefur aldrei náð að vinna ristatitil.

Hinir tveir úrsltialeikir hennar Wozniacki á risamóti voru á opna bandaríska meistaramótinu 2009 og 2014.

Wozniacki vann Belgann Elise Mertens örugglega í undanúrslitaviðureign sinni. 6-3 og 7-6.





Caroline Wozniacki mætir hinni rúmensku Simona Halep í úrslitaleiknum en Halep er efst á heimslistanum. Halep vann Angelique Kerber í undanúrslitunum, 6-3, 4-6 og 9-7.

Það er ljóst að önnur hvor þeirra vinnur sitt fyrsta risamót því Simona Halep hefur líka tapað báðum sínum úrslitaleikjum á risamóti til þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×