Erlent

Bernie Sanders hugar að forsetaframboði

Kjartan Kjartansson skrifar
Sanders er öldungadeildarþingmaður Vermont. Hann er óháður þingmaður en vinnur með demókrötum í þinginu.
Sanders er öldungadeildarþingmaður Vermont. Hann er óháður þingmaður en vinnur með demókrötum í þinginu. Vísir/Getty
Bandariski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders er sagður byrjaður að gera sig tilbúinn fyrir mögulegt framboð til forseta árið 2020. Hann fundaði með helstu ráðgjöfum sínum um helgina til að ræða hversu fýsilegt væri fyrir hann að bjóða sig fram aftur. Sanders tapaði fyrir Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins árið 2016.

Ráðgjafarnir sögðu Sanders að hann væri sigurstranglegur ef hann byði sig fram fyrir hönd demókrata. Hafi hann hug á því þurfi hann hin svegar að byrja að leggja grunninn að framboði í tíma, að því er segir í frétt Politico.

Sanders, sem er 76, ára, er sagður hafa svarað því til að hann væri ekki búinn að gera upp við sig hvort hann hafi áhuga á að bjóða sig fram aftur. Hann vilji þó vera tilbúinn ef hann skyldi láta af því verða. Telur hann það helst þjóðþrifamál bandarísku þjóðarinnar að losna við Donald Trump forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×