Innlent

Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú.
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. vísir/ernir

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun heimsækja Harvard háskóla í Cambridge dag ásamt Elizu Reed eiginkonu sinni. Guðni flytur þar fyrirlesturinn  Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World.

Til þess að geta átt möguleika á að fá miða á viðburðinn þurfti fólk að skrá sig í eins konar lottó. Þeir sem voru dregnir út fengu tölvupóst með upplýsingum um það hvar ætti að nálgast miðana. Viðburðurinn er á vegum stjórnmálafræðideildar Harvard skólans.
Eliza mun meðal annars ræða við nemendur og starfsfólk um jafnréttismál og kvenréttindi á Íslandi, það sem hefur áunnist og það verk sem enn þarf að vinna.
Sýnt verður frá fyrirlestri forsetans á vefsíðu Harvard.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.